Ganga í söfnuðinn


Að gefnu tilefni skal bent á að ef einstaklingur vill að trúfélagsgjöld renni annað en þangað sem þau renna nú þegar, þarf að ganga frá trúfélagaskiptum fyrir 1. desember. Annars renna þau til núverandi trúfélags allt næsta ár.

Hafir þú hug á að ganga í söfnuðinn þá getur þú smellt hér og þú munt finna allar nauðsynlegar upplýsingar.

Langeinfaldasta leiðin til að skrá sig í Boðunarkirkjuna er að fara á island.is, skrá sig þar inn með kennitölu og rafrænum skilríkjum eða íslykli, velja „trúfélagsskráningu“ og velja þar af lista: „Boðunarkirkjan“. Þetta er einföld og fljótleg aðgerð.

Ef þú hefur ekki tök á að framkvæma breytinguna á island.is þá getur þú einnig farið í Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21a, gefið þig fram í afgreiðslunni og sýnt skilríki og breytt þar á staðnum skráningu þinni í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.