Um okkur


Forstöðumaður
Magnea Sturludóttir

Útbreiðslustjóri
Jóhann Grétarsson

Gjaldkeri
Þórdís Malmquist


Tilskipun Drottins
"Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið alla þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilagas anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. sjá, ég er með yður allt til enda veraldar." Sbr.Matt 28:18-20 /Sbr Opb 14:6-12

Markmið
Mesta knýjandi verkefni er að gefa íslensku þjóðinni tækifæri á að kynnast boðskap Biblíunnar, sem segir frá kærleiksríkum Guði, dásamlegum frelsara, Jesú Kristi, og leiðsögn Heilags anda. Post 26:18-18
-18- að opna augu þeirra og snúa þeim frá myrkri til ljóss, frá Satans valdi til Guðs, svo að þeir öðlist fyrir trú á mig fyrirgefningu syndanna og arf með þeim, sem helgaðir eru.

Þessu trúum við
Við trúum á kærleiksríkan, almáttugan Guð sem skapaði heiminn og mannkynið. Við trúum á Jesú Krist, son Guðs, sem dó til að friðþægja fyrir syndir mannanna. Við trúum á heilagan anda og meðtökum leiðsögn hans til iðrunar og réttlætis. Við meðtökum alla Biblíuna sem heilagt, innblásið Orð Guðs og grundvöll trúar og lífernis. Við meðtökum boðorðin tíu sem eilífar meginreglur Guðs, sem Jesús Kristur mun uppfylla í lífi okkar. Við trúum því að Drottinn Jesús Kristur dæmi lifendur og dauða og komi síðan aftur að vitja síns fólks. Við trúum á upprisu dauðra og eilíft líf. 1Jóh 1
-9- Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.

Barnastarfið
Við bjóðum upp á barnastarf kl 13 á laugardögum á hvíldardegi Drottins, þar sem við komum saman börn og foreldrar og syngjum saman, hlustum á sögu og lærum að biðja saman. Eftir stundina fáum við okkur létta hressingu og njótum samverunnar saman.  Öll börn eru velkomin á þessar stundir.

Staðsetning

Álfaskeið 115, 220 Hafnarfjörður



embedgooglemap.net