Útvarp Boðun
FM 105.5
02.03.2017 Samkomur í mars 2017 Laugardaginn 31.mars kl:11 fh mun Ragnheiður K. Ólafsdóttir predika. Konráð og Ólav sjá um tónlistina. Allir hjartanlega velkomnir.
Léttar veitingar sem eru ávallt eftir samkomu falla niður að þessu sinni vegna óviðráðanlegra aðstæðna og það sama gildir um barnastarfið. Biðjumst við velvirðingar á þessu en vonumst til að sjá ykkur á samkomunni sjálfri :)

Laugardaginn 18.mars kl:11 fh er samkoma í Boðunarkirkjunni. Sex einstaklingar hafa tekið ákvörðun að gefa Guði líf sitt og munu taka niðurdýfingaskírn. Dr Steinþór Þórðarson mun predika. Verið hjartanlega velkomin :)

Alla laugardaga kl:11 fh eru almennar samkomur Boðunarkirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir að tilbiðja með okkur og lofa Guð fyrir allt sem hann hefur gert og ætlar að gera fyrir okkur :) Bænastund þar sem öllum er frjálst að bera upp sitt bænaefni, lofgjörð í tali og tónum. 

Eftir samkomu er boðið upp á léttar veitingar þar sem við hjálpumst að með veitingar hvort sem fólk kemur með á borðið eða leggur frjálsa upphæð í matarsjóðinn.
 
Hafa samband
Aðsetur:Álfaskeið 115, 220 Hafnarfjörður
Sími:Sími: +(354)555-7676
Netfang:bodunarkirkjan@bodunarkirkjan.is
Vefsíða:http://www.bodunarkirkjan.is
Senda inn bænaefni
Framlag